Myndlist í Feneyjum Ósk Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun