Unnið gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. júní 2015 07:00 Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun