Á öldum umræðna um Dyflinnarregluna Toshiki Toma skrifar 21. maí 2015 07:00 Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar