Stytting vinnudagsins og jákvæðar afleiðingar hennar Ingi Vífill skrifar 19. maí 2015 07:00 Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um láglaunastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðuhreyfing láglaunastefnunnar á marga formælendur úr röðum atvinnurekenda og stjórnenda á ýmsum stigum samfélagsins. Atvinnurekandinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyrirtækinu að fullu ef laun hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika. Sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahagslífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýjanlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráðist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mismikil sé. Stytting vinnudagsins gæti verið lausn. Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu 8 tímum í til dæmis 5 tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinnur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efnahagsins –segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna 5 tíma vinnudag í staðinn fyrir 8 eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mánaðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyrirtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 3 og verið kominn heim til að elda mat kl. 5! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Það eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrulega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með opnunartíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 4! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um. Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfskraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum líkindum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun