Skoðun

Iðnskólinn í Hafnarfirði – spurningar vakna

Haukur R. Hauksson skrifar
Í Fréttablaðinu 20. apríl var fjallað um sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði, sem er ríkisstofnum, og Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, sem er einkaskóli. Í fréttinni kom fram að líklegt væri að „ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann“. Nú hefur þetta gengið eftir.

Innlimun Iðnskólans í Hafnarfirði í Tækniskólann vekur óneitanlega spurningar. Má ríkið afhenda einkaaðila ríkisstofnun, eins og raunin var með Iðnskólann í Reykjavík, Vélskólann og Stýrimannaskólann á sínum tíma? Er það raunverulega svo að ráðherra geti einn og óstuddur gerbylt starfsumhverfi einstakra ríkisstofnana, svipt starfsfólk réttindum og sveitarfélög mikilvægri starfsemi og fært reksturinn einkaaðilum án þess að svo mikið sem bjóða verðmætin út?

Ef svo er, get ég þá sem einstaklingur bent t.d. á Þjóðleikhúsið, sem er ríkisstofnun, og sagt: Mig langar í þessa stofnun. Síðan fengi ég mannskap inn í menntamálaráðuneytið á kostnað skattgreiðanda til að vinna að þessum gjörningi. Hafa eftirlitsaðilar, svo sem umboðsmaður Alþingis, ekki óskað eftir skýringum af minna tilefni?




Skoðun

Sjá meira


×