Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2025 10:01 Stærsta vandamál þeirrar kynslóðar sem nú heldur um valdatauma á Íslandi er að henni er ekkert heilagt. Stjórnarmeirihlutinn, sem sjálfur styður stjórnarskrárbrot sbr. frumvarpið um bókun 35, greip fegins hendi tækifærið til að fyllast vandlætingu vegna yfirsjónar 5. varaforseta þingsins, sem fyrrum formaður Samfylkingar segir þó að hafi ekki verið neitt brot! Þingvetur sem hófst sem harmleikur endar að sumri sem farsi. Þessari kynslóð er ekkert heilagt. Í kófinu létu allir Alþingismenn það yfir sig ganga að stjórnarskráin væri tekin úr sambandi, þingið sent heim, völdin afhent (misvitru) þríeyki og að landinu væri stjórnað af framkvæmdavaldinu með tilskipunum. Á sama tíma - og enn í dag - veigruðu nánast allir lögfræðingar landsins sér við því að ræða með gagnrýnum hætti um það hvernig stjórnarskráin var gerð óvirk og borgaralegt frelsi misvirt vegna "neyðarástands" sem öllum mátti þó snemma vera ljóst að var alls ekkert neyðarástand. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leggur 100 ára sögu hans og stefnuskrá á bálið með beinum og óbeinum stuðningi við frumvarpið um bókun 35 sem felur í sér að Alþingi afhendi löggjafarvald til Brussel, án umboðs frá íslensku þjóðinni. Ný forysta Þjóðkirkjunnar leggur þrenningarjátninguna á fórnaraltari woke-ismans. Foreldrar sætta sig andmælalaust við að hugur og hjarta barna þeirra séu sóðuð út með „fræðsluefni“ um kynvitund og kynhegðun. Fjölmiðlar hampa yfirborðsmennsku og hégóma, en hæðast að þeim sem aðhyllast klassísk trúarleg og þjóðleg gildi. Ef ekkert af þessu er heilagt, hvað þá með landið og náttúruna? Jú, þessi kynslóð ráðamanna hefur sýnt stuðning við að eiturefnum sé dælt hér niður í grunnvatnið, að erlendum úrgangi sé dælt í hafið og að hálendið verði tætt í sundur og mengað með vindmyllugörðum. Öllu því sem fyrri kynslóðir töldu fagurt, gott og satt er verið að snúa á hvolf. Gamla fólkið sjálft stendur frammi fyrir því að erlendir aðkomumenn fleyti rjómann ofan af því félagslega kerfi sem fyrri kynslóðir byggðu hér upp með sínum eigin verkum. Þjóðvitund og ættjarðarást er reynt að úthrópa sem "öfgar" á meðan ráðherrar Íslands ferðast um heiminn til að verja fullveldi annarra þjóða (Úkraínu) með herskáu tali og vopnakaupum. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Horfa menn á fréttir og þekkja þar sjálfa sig / sína eigin þjóð? Við verðum að snúa af rangri braut og finna aftur okkar sögulegu, menningarlegu, trúarlegu, lagalegu rætur. Við höfum ekki annað val. Áttavitalaus getur engin þjóð verið til lengdar. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta vandamál þeirrar kynslóðar sem nú heldur um valdatauma á Íslandi er að henni er ekkert heilagt. Stjórnarmeirihlutinn, sem sjálfur styður stjórnarskrárbrot sbr. frumvarpið um bókun 35, greip fegins hendi tækifærið til að fyllast vandlætingu vegna yfirsjónar 5. varaforseta þingsins, sem fyrrum formaður Samfylkingar segir þó að hafi ekki verið neitt brot! Þingvetur sem hófst sem harmleikur endar að sumri sem farsi. Þessari kynslóð er ekkert heilagt. Í kófinu létu allir Alþingismenn það yfir sig ganga að stjórnarskráin væri tekin úr sambandi, þingið sent heim, völdin afhent (misvitru) þríeyki og að landinu væri stjórnað af framkvæmdavaldinu með tilskipunum. Á sama tíma - og enn í dag - veigruðu nánast allir lögfræðingar landsins sér við því að ræða með gagnrýnum hætti um það hvernig stjórnarskráin var gerð óvirk og borgaralegt frelsi misvirt vegna "neyðarástands" sem öllum mátti þó snemma vera ljóst að var alls ekkert neyðarástand. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leggur 100 ára sögu hans og stefnuskrá á bálið með beinum og óbeinum stuðningi við frumvarpið um bókun 35 sem felur í sér að Alþingi afhendi löggjafarvald til Brussel, án umboðs frá íslensku þjóðinni. Ný forysta Þjóðkirkjunnar leggur þrenningarjátninguna á fórnaraltari woke-ismans. Foreldrar sætta sig andmælalaust við að hugur og hjarta barna þeirra séu sóðuð út með „fræðsluefni“ um kynvitund og kynhegðun. Fjölmiðlar hampa yfirborðsmennsku og hégóma, en hæðast að þeim sem aðhyllast klassísk trúarleg og þjóðleg gildi. Ef ekkert af þessu er heilagt, hvað þá með landið og náttúruna? Jú, þessi kynslóð ráðamanna hefur sýnt stuðning við að eiturefnum sé dælt hér niður í grunnvatnið, að erlendum úrgangi sé dælt í hafið og að hálendið verði tætt í sundur og mengað með vindmyllugörðum. Öllu því sem fyrri kynslóðir töldu fagurt, gott og satt er verið að snúa á hvolf. Gamla fólkið sjálft stendur frammi fyrir því að erlendir aðkomumenn fleyti rjómann ofan af því félagslega kerfi sem fyrri kynslóðir byggðu hér upp með sínum eigin verkum. Þjóðvitund og ættjarðarást er reynt að úthrópa sem "öfgar" á meðan ráðherrar Íslands ferðast um heiminn til að verja fullveldi annarra þjóða (Úkraínu) með herskáu tali og vopnakaupum. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Horfa menn á fréttir og þekkja þar sjálfa sig / sína eigin þjóð? Við verðum að snúa af rangri braut og finna aftur okkar sögulegu, menningarlegu, trúarlegu, lagalegu rætur. Við höfum ekki annað val. Áttavitalaus getur engin þjóð verið til lengdar. Höfundur er lögmaður
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar