Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 09:32 Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun