Útlitið skiptir miklu máli Björn B. Björnsson skrifar 5. maí 2015 08:34 Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaði borgarstjórinn í Reykjavík samninga við bandarískt fasteignafélag um byggingu hótels við Hörpu. Athygli vekur að samningar eru undirritaðir án þess að fyrir liggi hvernig hótelið muni líta út. Samkvæmt fréttum er hönnun bygginganna í höndum arkitektastofu í Ameríku, sem er að flýta sér að teikna svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Hér þarf að staldra við. Augljóst er að útlit þessara bygginga verður einkennandi fyrir miðborg Reykjavíkur og því skiptir það okkur öll miklu máli. Ekki síður samspil húsanna við umhverfi sitt, Hörpu, höfnina, Arnarhól og önnur hús sem rísa í nágrenninu á næstu árum. Fáum dögum eftir að greint var frá hótelbyggingunni, tilkynnti borgin um nýbyggingar á Austurhafnarsvæðinu svonefnda, á bílastæðunum austan Tollhússins, á móti Bæjarins bestu. Þar á að reisa 21.400 fermetra verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Hér gefur borgin enn leyfi fyrir stórbyggingum í miðborginni án þess að hafa hugmynd um útlit húsanna sem þar munu rísa. Aðeins byggingarmagn og hæð húsa eru tiltekin í skilmálum. Allar þessar byggingar munu ráða miklu um útlit miðborgar Reykjavíkur um hundruð ára og því er illt að útlit þeirra sé alfarið í höndum aðila sem ekki hafa fyrst og fremst hagsmuni af því að útlit þeirra sé framúrskarandi. Þetta eru dýrar lóðir og skiljanlegt að framkvæmdaaðilar vilji halda hönnunarkostnaði í lágmarki. Það eru hins vegar beinir og brýnir hagsmunir Reykvíkinga að byggingar sem munu móta svo mjög umhverfi þeirra og ímynd séu í fremstu röð. Alþjóðleg samkeppni arkitekta er ein leið til að ná þessu markmiði. Þó kostnaður af slíku sé nokkur, er hann lítill þegar horft er á byggingarkostnað þessara mannvirkja - og hverfandi ef horft er til lengri tíma. Við eigum að hafa metnað til að gera Reykjavík að borg þar sem vönduð og spennandi hönnun er í fyrirrúmi. Fulltrúar okkar í borgarstjórn eru meðal annars kjörnir til að standa vörð um þann metnað. Hvort þau valda því hlutverki verður auðséð næstu aldirnar. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar