Aðkoma mín að Aurum-málinu Sverrir Ólafsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 „En hvatki es missagt es í fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynisk.“ Ari Fróði í Íslendingabók. Nú, eftir að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ég hafi verið vanhæfur til að gegna stöðu sérfróðs meðdómsmanns í Aurum-málinu svokallaða, sé ég mig tilneyddan til að koma nokkrum athugasemdum á framfæri. Aðkoma mín að Aurum-málinu kom þannig til að beiðni kom frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Háskólans í Reykjavík, þar sem ég starfa sem prófessor í fjármálaverkfræði, um það hvort skólinn gæti bent á mögulegan meðdómsmann í ákærumáli á hendur fjórum aðilum sem tengdust gamla Glitni, þremur starfsmönnum bankans og einum stórum eiganda. Í þetta sinn var bent á mig. Eftir nokkra umhugsun sagðist ég reiðubúinn að setjast í dóminn og réð helst ákvörðun minni það að ég þekkti engan ákærðu (hef aldrei hitt nokkurn þeirra) og að ég hef umfangsmikla þekkingu á málum svipuðum því sem var til meðferðar. Síðastliðin 35 ár hef ég búið á Englandi þar sem ég hef stundað rannsóknir, ráðgjafastörf og kennslu á sviði fjármála, áhættustýringar og ákvarðanatöku undir óvissu. Ég hef einnig gegnt stöðu gestaprófessors við Queen Mary-háskólann í London frá árinu 2009. Ég er hins vegar elsti bróðir Ólafs Ólafssonar („gjarnan kenndur við Samskip“!) og nefndi ég það strax við dómsformanninn, Guðjón St. Marteinsson. Hann vissi þegar um tengslin og sá engan meinbug á þessu og tilkynnti öllum málsaðilum, verjendum og sérstökum saksóknara, um nöfn meðdómsmanna, Arngríms Ísberg og Sverris Ólafssonar. Eftir að dómur féll í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. júní 2014 fór sérstakur saksóknari í fjölmiðla og sagðist ekkert hafa vitað af tengslum mínum við Ólaf Ólafsson. Hann hafði því rekið Aurum-málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, setið fyrir framan mig, sem settan sérfróðan meðdómsmann, í marga daga og ekki haft nokkra hugmynd um það hver ég var. Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur meðdómsmaður var í jafn umfangsmiklu máli. Mér er sagt að þegar sérfróður meðdómsmaður er skipaður þá sé það fyrsta verk allra málsaðila að afla sér upplýsinga um meðdómsmanninn, með hugsanlegt vanhæfi í huga.Vissi ekki um bræðratengsl? Samkvæmt mínum upplýsingum er sannleikurinn í þessu máli hins vegar allt annar. Þegar rekstur Aurum-málsins var að hefjast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, spurði ég dómsformanninn hvort sérstökum saksóknara væri ekki ljóst um fjölskyldutengsl mín. Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróðurtengsl okkar Ólafs svo og ráðgjafastörf mín fyrir slitastjórn Glitnis, áður en rekstur málsins hófst. Hefði niðurstaðan af samtalinu verið sú að þeir urðu sammála um að engin ástæða væri til að gera athugasemdir við hæfi mitt til að sitja í dómnum. Og sú varð reyndin. Staðhæfing sérstaks saksóknara, um að hann vissi ekkert um bræðratengsl okkar Ólafs, hafði því eðlilega mjög slæm áhrif á mig. Eftir að ég frétti af útspili sérstaks saksóknara í fjölmiðlum þá hringir fréttamaður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því viðtali læt ég neikvæð ummæli falla um framkomu sérstaks saksóknara, í tengslum við aðför hans að Guðjóni og mér. Búið er að margspila og rita þessi ummæli í fjölmiðlum landsins. Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athugasemdir mínar öðruvísi. En, ummælin voru viðbrögð við ómaklegri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sérstaka hátterni sérstaks saksóknara, sem hér um ræðir. Í ljósi þessara sérstöku aðstæðna sem upp voru komnar og eins til þess að varpa frekara ljósi á það hvernig aðkoma mín að dómnum kom til var farið fram á að tveir dómarar málsins, Guðjón St. Marteinsson og ég, yrðu yfirheyrðir. Sjálfur hefði ég talið það rétta leið í viðleitni réttaryfirvalda til að komast að sannleikanum í þessu máli. Í rauninni er ég mjög hissa og ósáttur yfir því að sú leið var ekki farin. Hér er um svo mikilvægt mál að ræða, ásökun virts dómara á hendur sérstökum saksóknara um að hann hafi sagt ósatt. Afstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands í málinu er mér á allan hátt óskiljanleg. Ef það er óleyfilegt, eða jafnvel ólöglegt, að yfirheyra dómara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu tilfelli, leitt til þess að ómögulegt reyndist að komast að sannleika málsins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæruvaldsins undir ásökun eins virtasta dómara landsins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á framhald mikilvægs dómsmáls.Slíkt hátterni óviðunandi Niðurstaðan, sem ég kemst að er að Hæstiréttur Íslands virðist ekki hafa áhuga á að reyna að komast að því sanna í málinu. Þetta er mjög alvarlegt. Athugasemdir dómsformanns virðast einfaldlega virtar að vettugi og sérstökum saksóknara gert kleift að ógilda dómsniðurstöðu í mikilvægu máli þrátt fyrir áburð um ósannsögli. Maður getur einungis leyft sér að vona að þetta tilfelli sé ekki dæmigert fyrir vinnubrögð og afstöðu Hæstaréttar til sannleikans. Í ljósi þess sem sagt hefur verið hér á undan er áhugavert að líta á dóm Hæstaréttar í Aurum-málinu frá 22. apríl 2015. Þar segir: „Ummæli saksóknarans voru á hinn bóginn eins og atvikum var háttað hófsöm og gáfu ekki tilefni til þess gildisdóms meðdómsmannsins á trúverðugleika embættis þess fyrrnefnda“… Ummæli mín verða að metast í ljósi þeirra upplýsinga, sem ég hafði um að sérstakur saksóknari væri að segja ósatt. Er Hæstiréttur virkilega að segja að mínar upplýsingar um ósannsögli sérstaks saksóknara gefi ekki tilefni til að hafa neikvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sérstaks saksóknara eru með tilliti til orðavals ef til vill hógvær, en það er ekkert hógvært við það að segja ósatt um jafn mikilvæga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnureglum er slíkt hátterni óviðunandi og má undir engum kringumstæðum líðast og alveg sérstaklega ekki í réttarkerfinu. Það er mitt mat að Hæstiréttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að komast að hinu sanna í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
„En hvatki es missagt es í fræðum þessum, þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynisk.“ Ari Fróði í Íslendingabók. Nú, eftir að Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ég hafi verið vanhæfur til að gegna stöðu sérfróðs meðdómsmanns í Aurum-málinu svokallaða, sé ég mig tilneyddan til að koma nokkrum athugasemdum á framfæri. Aðkoma mín að Aurum-málinu kom þannig til að beiðni kom frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Háskólans í Reykjavík, þar sem ég starfa sem prófessor í fjármálaverkfræði, um það hvort skólinn gæti bent á mögulegan meðdómsmann í ákærumáli á hendur fjórum aðilum sem tengdust gamla Glitni, þremur starfsmönnum bankans og einum stórum eiganda. Í þetta sinn var bent á mig. Eftir nokkra umhugsun sagðist ég reiðubúinn að setjast í dóminn og réð helst ákvörðun minni það að ég þekkti engan ákærðu (hef aldrei hitt nokkurn þeirra) og að ég hef umfangsmikla þekkingu á málum svipuðum því sem var til meðferðar. Síðastliðin 35 ár hef ég búið á Englandi þar sem ég hef stundað rannsóknir, ráðgjafastörf og kennslu á sviði fjármála, áhættustýringar og ákvarðanatöku undir óvissu. Ég hef einnig gegnt stöðu gestaprófessors við Queen Mary-háskólann í London frá árinu 2009. Ég er hins vegar elsti bróðir Ólafs Ólafssonar („gjarnan kenndur við Samskip“!) og nefndi ég það strax við dómsformanninn, Guðjón St. Marteinsson. Hann vissi þegar um tengslin og sá engan meinbug á þessu og tilkynnti öllum málsaðilum, verjendum og sérstökum saksóknara, um nöfn meðdómsmanna, Arngríms Ísberg og Sverris Ólafssonar. Eftir að dómur féll í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. júní 2014 fór sérstakur saksóknari í fjölmiðla og sagðist ekkert hafa vitað af tengslum mínum við Ólaf Ólafsson. Hann hafði því rekið Aurum-málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, setið fyrir framan mig, sem settan sérfróðan meðdómsmann, í marga daga og ekki haft nokkra hugmynd um það hver ég var. Hann hafði sem sagt ekki hirt um að kynna sér hver settur meðdómsmaður var í jafn umfangsmiklu máli. Mér er sagt að þegar sérfróður meðdómsmaður er skipaður þá sé það fyrsta verk allra málsaðila að afla sér upplýsinga um meðdómsmanninn, með hugsanlegt vanhæfi í huga.Vissi ekki um bræðratengsl? Samkvæmt mínum upplýsingum er sannleikurinn í þessu máli hins vegar allt annar. Þegar rekstur Aurum-málsins var að hefjast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, spurði ég dómsformanninn hvort sérstökum saksóknara væri ekki ljóst um fjölskyldutengsl mín. Sagði hann svo vera og bætti við að þeir hefðu rætt bróðurtengsl okkar Ólafs svo og ráðgjafastörf mín fyrir slitastjórn Glitnis, áður en rekstur málsins hófst. Hefði niðurstaðan af samtalinu verið sú að þeir urðu sammála um að engin ástæða væri til að gera athugasemdir við hæfi mitt til að sitja í dómnum. Og sú varð reyndin. Staðhæfing sérstaks saksóknara, um að hann vissi ekkert um bræðratengsl okkar Ólafs, hafði því eðlilega mjög slæm áhrif á mig. Eftir að ég frétti af útspili sérstaks saksóknara í fjölmiðlum þá hringir fréttamaður frá RÚV í mig. Við spjöllum saman og í því viðtali læt ég neikvæð ummæli falla um framkomu sérstaks saksóknara, í tengslum við aðför hans að Guðjóni og mér. Búið er að margspila og rita þessi ummæli í fjölmiðlum landsins. Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að orða athugasemdir mínar öðruvísi. En, ummælin voru viðbrögð við ómaklegri árás og lýsa fyrst og fremst skoðun minni á þessu sérstaka hátterni sérstaks saksóknara, sem hér um ræðir. Í ljósi þessara sérstöku aðstæðna sem upp voru komnar og eins til þess að varpa frekara ljósi á það hvernig aðkoma mín að dómnum kom til var farið fram á að tveir dómarar málsins, Guðjón St. Marteinsson og ég, yrðu yfirheyrðir. Sjálfur hefði ég talið það rétta leið í viðleitni réttaryfirvalda til að komast að sannleikanum í þessu máli. Í rauninni er ég mjög hissa og ósáttur yfir því að sú leið var ekki farin. Hér er um svo mikilvægt mál að ræða, ásökun virts dómara á hendur sérstökum saksóknara um að hann hafi sagt ósatt. Afstaða bæði Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands í málinu er mér á allan hátt óskiljanleg. Ef það er óleyfilegt, eða jafnvel ólöglegt, að yfirheyra dómara í tengslum við það mál sem þeir hafa dæmt í, þá hefur það, í þessu tilfelli, leitt til þess að ómögulegt reyndist að komast að sannleika málsins. Á sama tíma liggur einn æðsti maður ákæruvaldsins undir ásökun eins virtasta dómara landsins um að hafa sagt ósatt og á þann hátt haft áhrif á framhald mikilvægs dómsmáls.Slíkt hátterni óviðunandi Niðurstaðan, sem ég kemst að er að Hæstiréttur Íslands virðist ekki hafa áhuga á að reyna að komast að því sanna í málinu. Þetta er mjög alvarlegt. Athugasemdir dómsformanns virðast einfaldlega virtar að vettugi og sérstökum saksóknara gert kleift að ógilda dómsniðurstöðu í mikilvægu máli þrátt fyrir áburð um ósannsögli. Maður getur einungis leyft sér að vona að þetta tilfelli sé ekki dæmigert fyrir vinnubrögð og afstöðu Hæstaréttar til sannleikans. Í ljósi þess sem sagt hefur verið hér á undan er áhugavert að líta á dóm Hæstaréttar í Aurum-málinu frá 22. apríl 2015. Þar segir: „Ummæli saksóknarans voru á hinn bóginn eins og atvikum var háttað hófsöm og gáfu ekki tilefni til þess gildisdóms meðdómsmannsins á trúverðugleika embættis þess fyrrnefnda“… Ummæli mín verða að metast í ljósi þeirra upplýsinga, sem ég hafði um að sérstakur saksóknari væri að segja ósatt. Er Hæstiréttur virkilega að segja að mínar upplýsingar um ósannsögli sérstaks saksóknara gefi ekki tilefni til að hafa neikvæð áhrif á það traust sem ég ber til hans? Ummæli sérstaks saksóknara eru með tilliti til orðavals ef til vill hógvær, en það er ekkert hógvært við það að segja ósatt um jafn mikilvæga hluti og hér er um að ræða. Í mínum vinnureglum er slíkt hátterni óviðunandi og má undir engum kringumstæðum líðast og alveg sérstaklega ekki í réttarkerfinu. Það er mitt mat að Hæstiréttur hefði átt að setja meiri vinnu í það að reyna að komast að hinu sanna í málinu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar