Seðlabankaraunir Kári Jónasson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun