Seðlabankaraunir Kári Jónasson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar