Auðlind á silfurfati Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Allar viðvörunarbjöllur landsins hringja nú um að hægristjórnin sé að stíga stórt skref í að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem í raun er gjöf á makrílkvóta til nokkurra útgerða til langs tíma. Skýrt kemur fram í frumvarpinu að óheimilt er að fella sex ára úthlutun úr gildi með minna en sex ára fyrirvara og gildistíminn framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn. Við álagningu veiðigjalds á makríl er engin tilraun gerð til þess að nálgast sannvirði nýtingarréttarins á auðlindinni, til dæmis með útboðum. Engin kvótasetning hefur enn átt sér stað á makríl og því er tækifæri nú til að skipta um stefnu með þessa nýju fisktegund sem ratað hefur á Íslandsmið. Tillaga hægristjórnarinnar er að festa nýju tegundina rækilega í gamla kerfinu sem leyfir enga nýliðun í greininni nema gegn greiðslu til þeirra útgerða sem fá makrílkvóta gefins. Þjóðin ber hins vegar skarðan hlut frá borði þegar auðlind hennar er metin til fjár.Hvað gerir forsetinn? Getur verið að hagsmunaaðilar í útgerð og ríkisstjórnin hafi fundið leið til þess að læða í gegn stórtækri breytingu á úthlutun aflaheimilda og útreikningi veiðigjalda án þess að þjóðin taki eftir því? Forseti Íslands sagði árið 2012 að mál sem varða auðlindir þjóðarinnar væru vel til þess fallin að setja í dóm þjóðarinnar. Honum bárust 35.000 undirskriftir árið 2013 og hann var beðinn um að staðfesta ekki lög um veiðigjöld sem fólu í sér mikla lækkun gjaldanna. Hann réttlætti staðfestingu þeirra laga með þeim rökum að lögin væru aðeins til eins árs. Hann hlýtur því að bregðast við ótímabundinni úthlutun á makrílkvóta. Makrílfrumvarpið kann að láta lítið yfir sér við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er það líklega eitt stærsta skref í átt að einkavæðingu auðlinda þjóðarinnar sem tekið hefur verið. Og auðlindaákvæði vantar enn í stjórnarskrá Íslands.
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar