Þjóðkirkja í Ríkisútvarpinu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. apríl 2015 06:00 Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Ríkisútvarpið Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Við nýja forystu á Ríkisútvarpinu urðu þær breytingar að kvöldbæn á Rás 1 var felld af dagskrá og morgunbænir fluttar fram til kl. 6.25. Ákvörðunin var umdeild og margir mótmæltu og þótt ákvörðunin hafi ekki verið dregin til baka sýndi umræðan hversu margir hlusta á slíka dagskrárliði. Sama má segja um sunnudagsguðsþjónustuna sem hefur gríðarlega hlustun um allt land. Sú var tíðin að sjónvarpað var sunnudagshugvekjum á RÚV en þær voru lagðar niður í október 1993 af þáverandi útvarpsstjóra, Heimi Steinssyni. Síðan þá hefur ekki verið reglulegt helgihald í Ríkissjónvarpinu. Eitt af því sem kom fram í umræðunni var það viðhorf að útsendingar af kirkjulegum vettvangi eigi ekki heima í ríkisfjölmiðli, annars vegar þar sem verið væri að gera upp á milli trúarskoðana og hins vegar vegna þess að trúariðkun eigi ekki að heyrast á opinberum miðlum. Við fyrri rökunum má nefna að ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir kristnir söfnuðir komi að guðsþjónustum og bænahaldi RÚV og sömuleiðis væri það fagnaðarefni ef bænalíf annarra trúarbragða fengi að heyrast og sjást á öldum ljósvakans. Opinberir miðlar í nágrannalöndum okkar sinna allir því hlutverki að sjónvarpa guðsþjónustum frá þjóðkirkjum þeirra. Danska ríkisútvarpið starfrækir svokallaða DR kirke, þar sem eru sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Styr hefur staðið undanfarið um þá ákvörðun að sýna ekki frá eiginlegum guðsþjónustum safnaða, en sú nýbreytni var tekin upp í vetur að framleiða sérstakar guðsþjónustur þar sem sjónvarpsáhorfendur eru söfnuðurinn. Mörgum þykir þetta tilgerðarlegra fyrirkomulag og sakna þess að sjá fjölsetna kirkjubekki í útsendingum. Á heimasíðu danska sjónvarpsins eru gefnar upplýsingar um hvernig megi ræða prédikun dagsins eða komast í tengsl við sálgæslu á vegum kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli sóknarkirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju fyrir sig, söfnuð og prest. Lögð er áhersla á að sýna sem flestar kirkjur og greina frá sögu þeirra og munum. Reglulega er síðan leitað til annarra safnaða og sent út frá samkomum þeirra, líkt og Hjálpræðishernum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út guðsþjónustur frá kirkjum landsins og er með stutta umfjöllun um takt kirkjuársins og kirkjur landsins í upphafi, líkt og í Svíþjóð. Í vetur var haldið sálmabókarmaraþon þar sem 899 sálmar hinnar nýju sálmabókar frá 2013 voru fluttir á 60 klukkustundum. Verkefnið var gríðarlega metnaðarfullt og áhorf á útsendinguna fór fram úr björtustu vonum en 2,2 milljónir fylgdust með útsendingunni. Fluttir voru tveir sálmar eftir Hallgrím Pétursson og sálmalag eftir Sigvalda Kaldalóns. RÚV er eftirbátur Jafnvel Færeyingar með sitt litla opinbera sjónvarp KFV sýna vikulega sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Í Finnlandi eru tvær kirkjur sem hafa stöðu þjóðkirkju, lútherska kirkjan sem 74% Finna tilheyra og rétttrúnaðarkirkjan sem telur 1% finnsku þjóðarinnar, en YLE hefur skyldum að gegna gagnvart þeim báðum. Það er óhætt að fullyrða að RÚV sé eftirbátur sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum þegar kemur að útsendingum frá guðsþjónustum þjóðkirkna og það er áhugavert að spyrja hvað liggur þar að baki. Hvorki fjárskortur né fjölmenningarrök skýra þessa vanrækslu. Um er að ræða ódýrt sjónvarpsefni sem í öllum tilfellum er unnið í samstarfi við þjóðkirkjur Norðurlandanna. Fjölmenningarrök knýja ekki á um þöggun á átrúnaði heldur þvert á móti er besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu samfélaga, að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Ríkissjónvarpið hefur skyldum að gegna við að sinna miðlun á trúar- og menningararfi þjóðarinnar. Þeirri skyldu væri sinnt af sóma með sjónvarpsútsendingum frá kirkjum landsins, þar sem færi saman helgihald og fræðsla um kirkjur til sjávar og sveita sem margar eru á minjaskrá.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun