Mjór er mikils vísir Líf Magneudóttir skrifar 21. apríl 2015 08:00 Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið mannrettindi@reykjavik.is og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið mannrettindi@reykjavik.is og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar