

Fjárráð gamla fólksins
Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna.
Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum.
Smá tilraun til slíkrar umræðu:
„Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.
Breytinga þörf
Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf.
Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram.
Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist.
Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer.
Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili.
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar