Fótbolti

Æðislegt að fá Eið Smára aftur í hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári eftir sinn síðasta landsleik.
Eiður Smári eftir sinn síðasta landsleik. fréttablaðið/vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn og strákarnir í liðinu eru ánægðir með að hafa endurheimt hann.

„Það er æðislegt að fá Eið Smára aftur inn í hópinn. Mann með þessa reynslu og hann tekur líka aðeins athyglina í burtu frá ungu strákunum. Það er jákvætt og svo er hann frábær leikmaður og er búinn að standa sig vel á þessum tímabili með Bolton. Hann virkar í fantaformi og það er ekki slæmt að hafa Eið í toppformi,“ segir fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Kolbeinn Sigþórsson tekur í sama streng.

„Það er frábært að fá Eið Smára aftur inn í hópinn. Það er gott að fá hann inn, hann er með mikla reynslu og hefur mikil gæði. Það er mjög gott að vera búnir að fá gamla aftur. Það er hægt að nota hann öðruvísi og vonandi getur hann hjálpað okkur með sinni reynslu. Hann getur spilað flestar stöðurnar þarna frammi og vonandi kemur hann með einhverja ró inn í leikinn hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×