Samfélag á leið í uppgjör Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun