Samfélag á leið í uppgjör Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nú við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru gömlu plöturnar spilaðar um óðaverðbólguna sem kemur ef almennt launafólk fær einhverja hækkun á sín laun. Eins og hlutirnir hafa þróast frá því vopnahlé var gert á almenna vinnumarkaðnum fyrir rúmu ári með aðfarasamningnum, hafa öfgarnar í samfélaginu komið betur fram. Sú mikla harka sem er að byggjast upp hjá almennum launþegum þessa lands á sér miklu dýpri orsakir en rökræða um krónur og aura. Allir innviðir samfélagsins eru að hrynja og almenningur er að gefast upp, þrælarnir geta ekki meir. Dagvinnulaunataxtar hafa aldrei dugað til framfærslu og nú eru heildarlaunin hætt að duga þrátt fyrir ómælda eftirvinnu. Það er eitt af mörgu sem er að magna upp ástandið sem við erum að sigla inn í. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann og spyrja hvers konar samfélag við höfum byggt upp. Félagslegt íbúðakerfi er ekki til, heilbrigðiskerfið komið að þrotum þó við borgum sjálf um tuttugu prósent úr eigin vasa. Menntakerfið stendur ekki undir nafni og við erum með fjársveltar stofnanir sem geta ekki sinnt hlutverki sínu við að reka nútímasamfélag. Gamla fólkið sem byggði upp þetta samfélag höfum við sent út á guð og gaddinn. Okkur öllum og samfélaginu til ævarandi skammar. Þetta er eitt af því sem er að valda hörkunni á vinnumarkaðnum, samfélagið er ekkert annað en umbúðir án innihalds. Launafólk hefur engu að tapa Við verðum líka að átta okkur á þeim kynslóðarskiptum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Unga fólkið okkar hefur aðra sýn á lífið. Það vill eiga líf eftir vinnu og kallar á ásættanleg dagvinnulaun. Þeir sem hafa komið út á vinnumarkaðinn síðustu ár og þeir sem fóru illa út úr hruninu eygja litla von um að komast í öruggt húsnæði, með kaupum eða leigu. Við höfum ekkert félagslegt húsnæðiskerfi sem lausn fyrir þetta fólk. Lönd Norður-Evrópu og Skandinavíu sem við berum okkur saman við hafa 25 til 55 prósent af sínum íbúðamarkaði með einhvers konar lausnum fyrir þá sem lægstu tekjurnar hafa og sem val fyrir aðra. Við höfum ekkert til að bjóða nema lána- eða leiguokur sem venjulegt launafólk ræður ekki við. Hefur samfélagið áttað sig á því hvaða tekjur einstaklingar og fjölskyldur þurfa að hafa til að komast í gegnum greiðslumat til íbúðarkaupa? Þetta er líka ein af ástæðum þess að launafólk er tilbúið að taka harðan slag um bætt kjör og þrýsta á aðgerðir frá stjórnvöldum um breytingar. Róttækar breytingar og ný hugsun Við erum með breytta pólitík þar sem ekki er hikað við að lofa og blekkja almenning og svíkja gerða samninga. Með þessu hefur póltíkin útilokað sig frá skynsamlegum þríhliða lausnum við endurnýjun kjarasamninga. Um mörg af þeim atriðum sem ég hef talið upp snýst það uppgjör sem fram undan er í samfélaginu í komandi kjarasamningum á árinu. Hvernig við höfum klúðrað uppbyggingu félagslegra innviða samfélagsins er að koma í andlitið á okkur. Í raun þurfa laun að vera umtalsvert hærri hér á landi í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að innviðirnir eru ekki til staðar til að auka jöfnuð. Var einhver að tala um að reyna að koma á stöðugleika í þessu samfélagi? Við þurfum róttækar breytingar og nýja hugsun ef ekki á illa að fara.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun