Kökur og smjör Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar