Skoðanir barna og ungmenna skipta máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar