
Hvað viltu mér með þetta frelsi þitt?
Hugmyndir margra um frelsi tengjast hugmyndum um ameríska drauminn. Ameríski draumurinn varð til á 19. öld með miklum innflytjendastraumi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þar sem til var gras í haga og möguleikar fyrir flesta, þar sem hægt var að rísa úr fátækt í velsæld með dugnaði og vinnusemi. Í ameríska draumnum óma orð Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna frá 1776 um að allir menn séu skapaðir jafnir. Samkvæmt þessum orðum eigum við öll jafna möguleika og getum öll komist jafn langt. En er það í raun svo? Ég vil benda á ástandið í landi ameríska draumsins, Bandaríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári til árs og það er nær ómögulegt fyrir fátækan einstakling að færast yfir í miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra. Ameríski draumurinn er þar með molnaður, dauður, grafinn. Samt er hann enn nýttur í pólitískum tilgangi þar sem ríkir vilja enn frekari möguleika til að verða ríkari, þar sem þeir vilja deila minna og minna með sér. Og þetta kallast þar „frelsi“. En er það frelsi þegar flestir fæðast inn í samfélagsstétt og halda sig að öllum líkindum þar í gegnum ævina? Þar sem örlög þín ákvarðast við fæðingu?
Dr. Martin Luther King jr. sagði að enginn væri frjáls fyrr en allir væru frjálsir, og ég er því sammála. Hvar er hreyfanleikinn sem ameríski draumurinn snýst um? Ef menntun kostar blóðprís mun aðeins yfirstéttin geta menntað sig og í nútímasamfélagi er menntun nánast nauðsynleg til að komast í áhrifamiklar stjórnunarstöður og þannig er staðan í Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt mun skapast stéttaskipting í gæðum læknisþjónustu, þeir ríku fá betri lækningu en hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi hverra?
Ég vil skilja á milli tveggja hugmynda um frelsi. Á milli frelsis til og frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til snýst um að hinir ríku fái frelsi til að verða ríkari og gefa minna til samfélagsins. Frelsi frá snýst um að allar manneskjur njóti frelsis frá fátækt og eymd þar sem allar manneskjur hafa jafna möguleika. Í samfélögum þar sem menntakerfið og heilbrigðiskerfið er opinbert og niðurgreitt hafa flestar manneskjur möguleika á að færa sig á milli stétta, þar getum við verið jöfn. Svona hefur ástandið verið árum saman í Skandinavíu og því legg ég til að endurnefna ameríska drauminn skandinavíska drauminn.
Ísland á tímamótum
Ísland er á tímamótum. Fjöldinn allur af ungu fólki vill flytja á brott því það hræðist framhaldið. Margir sem eru nýskriðnir úr námi eru í barneignahugleiðingum og eiga erfitt með að sjá fyrir sér góða framtíð þar sem hagsmunir þeirra ríkustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf þessa kynslóð og hún er á förum. Því miður hefur það verið svo að íslenskir kjósendur kjósa með gleraugum ameríska draumsins þá flokka sem munu þjóna þeim þegar þeir komast á leiðarenda í velmegun og ríkidæmi. Þetta gerir það að verkum að þessi leiðarendi fjarlægist með öruggum takti. Hvort viljum við aukna stéttaskiptingu og aukið bil á milli ríkra og fátækra þar sem hinir ríku verða ríkari og eymdin eykst meðal hinna fátæku eins og í Bandaríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir geta unnið sig upp og látið drauma sína rætast, eins og í Skandinavíu? Það er augljóst hvert ríkisstjórnin stefnir með okkur. Kæri kjósandi, kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti, þetta er í þínum höndum. Hvernig samfélag viltu skapa?
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar