Hvar á að vista fanga? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. janúar 2015 07:00 Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli!
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun