Hvar á að vista fanga? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. janúar 2015 07:00 Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu var forstjóri fangelsismálastofnunar spurður að því hvort það væri ekki hagkvæmt að senda fanga til afplánunar í Hollandi. Hollensk fangelsi hafa verið að tæmast (sem hefði auðvitað átt að vera umfjöllunarefnið) og hafa því tekið við föngum frá Belgíu, enda stutt á milli landa og flæmska töluð í báðum löndum. Hins vegar hafa Norðmenn ákveðið að senda til Hollands erlenda fanga, sem vísa á úr landi, og hafa ekki fjölskyldutengsl við Noreg. Það er nefnilega lykilatriði: að reynt sé að viðhalda fjölskyldutengslum og því er m.a. kveðið á um í íslenskum lögum, að dómþoli skuli afplána sem næst heimahögum þannig að hann geti fengið reglulegar heimsóknir á erfiðum tímum. Það ræður enda oftast ákvörðun dómþola sem hljóta dóma erlendis, að þeir vilja snúa heim til að vera nálægt vinum og vandamönnum – óháð aðbúnaði. Í viðtali við forstjóra fangelsismálastofnunar í speglinum á ruv.is þann 13/01/15 sagði hann ástæðuna fyrir því að dómþolar vildu afplána hér á landi vera: „[…] að aðbúnaður í fangelsum hér er ágætur og að menn vilja almennt afplána nálægt sínum ástvinum og ættingjum.“Kjarni málsins? Aðbúnaðurinn skiptir auðvitað máli, en jafnvel enn meiru máli skiptir að fangelsisvist hafi innihald og að allt frá fyrsta degi sé hafinn undirbúningur að endurkomu einstaklingsins í samfélagið. Það er hins vegar ekki gert hér á landi, jafnvel þó kveðið sé á um í lögum að gerð skuli meðferðar- og vistunaráætlun þegar dómþoli kemur í afplánun. Svörin sem Afstaða hefur fengið, þegar gerðar eru athugasemdir við að ekki sé gerð meðferðar- og vistunaráætlun, er að það sé ekki hægt hér á landi. Stundum halda Íslendingar að þeir séu svo sér á báti, en reyndin er oftast sú að ekki er verið að finna upp hjólið hér á landi. Sannleikurinn er nefnilega sá að aðbúnaður skiptir svo litlu máli miðað við þann ótvíræða árangur sem norræn betrunarstefna hefur gefið af sér og sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á eftirfylgni að ber ótvíræðan árangur. Með þessari nálgun sinni hefur Norðurlöndunum tekist að lækka endurkomutíðni í fangelsi og þannig jafnframt fækkað brotaþolum og lækkað þann kostnað sem hlýst af því að frelsissvipta fólk. En meðan horft er framhjá aðalatriðunum er áfram haldið framkvæmdum við byggingu „kjötgeymslunnar“ á Hólmsheiði og velt fyrir sér hvort það sé ekki „hagkvæmt“ að senda íslenska dómþola til afplánunar í Hollandi? Af hverju eru fangelsin í Hollandi að tæmast? Af hverju er verið að loka fangelsum í Svíþjóð? Er ekki einhver til í að spyrja spurninga sem skipta raunverulega máli!
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar