Hvað ætla þeir sér? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 16. janúar 2015 07:00 Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar