Markverð skref í heilbrigðismálum Kristján Þór Júlíusson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Það er markmið stjórnvalda að íslenskt heilbrigðiskerfi sé samkeppnisfært við nágrannalöndin um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Húsakostur Landspítalans hefur lengi verið óviðunandi. Nú loksins sér fyrir endann á því og það birtist með skýrum hætti í nýsamþykktum fjárlögum. Þetta ár markar upphafið að endurreisn Landspítalans. Um leið hefur tekist að skapa færi fyrir viðsnúning á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Við skulum líta á nokkur dæmi. Fjárveitingar til Landspítalans hafa verið stórauknar árin 2014 og 2015 og nema nú 49,4 milljörðum króna. Fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítalanum hafa verið auknar verulega og verða á þessu ári 1.445 milljónir í samræmi við tækjakaupaáætlun. Nýr aðgerðarþjarki til skurðlækninga verður tekinn í notkun á Landspítalanum í febrúar. 945 milljónum króna verður varið á árinu í uppbyggingu nýs Landspítala. Með markvissum aðgerðum og auknum fjárveitingum hefur tekist að endurreisa lyflækningasvið Landspítalans. Framhaldsmenntun unglækna á lyflækningasviði hefur verið sett í forgang sem hefur eflt endurnýjun í faginu. Ríkisstjórnin hefur tekið höndum saman með félögum lækna um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Stóraukinn kraftur hefur verið settur í gerð rafrænnar sjúkraskrár sem samtengd verður fyrir allt heilbrigðiskerfið á landsvísu. Gengið hefur verið frá samningi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu en eldri samningar runnu út í ársbyrjun 2012. Framtíðarstefna um þessa mikilvægu þjónustu hefur verið mótuð. Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna yngri en 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Lyfjakostnaður einstaklinga lækkaði um áramót með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins og lækkun á virðisaukaskatti. Hér er fátt eitt tínt til en auk þess má nefna að ríkisstjórnin hyggst vinna að því að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig er ætlunin að draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er markmið stjórnvalda að íslenskt heilbrigðiskerfi sé samkeppnisfært við nágrannalöndin um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Húsakostur Landspítalans hefur lengi verið óviðunandi. Nú loksins sér fyrir endann á því og það birtist með skýrum hætti í nýsamþykktum fjárlögum. Þetta ár markar upphafið að endurreisn Landspítalans. Um leið hefur tekist að skapa færi fyrir viðsnúning á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Við skulum líta á nokkur dæmi. Fjárveitingar til Landspítalans hafa verið stórauknar árin 2014 og 2015 og nema nú 49,4 milljörðum króna. Fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítalanum hafa verið auknar verulega og verða á þessu ári 1.445 milljónir í samræmi við tækjakaupaáætlun. Nýr aðgerðarþjarki til skurðlækninga verður tekinn í notkun á Landspítalanum í febrúar. 945 milljónum króna verður varið á árinu í uppbyggingu nýs Landspítala. Með markvissum aðgerðum og auknum fjárveitingum hefur tekist að endurreisa lyflækningasvið Landspítalans. Framhaldsmenntun unglækna á lyflækningasviði hefur verið sett í forgang sem hefur eflt endurnýjun í faginu. Ríkisstjórnin hefur tekið höndum saman með félögum lækna um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Stóraukinn kraftur hefur verið settur í gerð rafrænnar sjúkraskrár sem samtengd verður fyrir allt heilbrigðiskerfið á landsvísu. Gengið hefur verið frá samningi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu en eldri samningar runnu út í ársbyrjun 2012. Framtíðarstefna um þessa mikilvægu þjónustu hefur verið mótuð. Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna yngri en 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Lyfjakostnaður einstaklinga lækkaði um áramót með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins og lækkun á virðisaukaskatti. Hér er fátt eitt tínt til en auk þess má nefna að ríkisstjórnin hyggst vinna að því að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig er ætlunin að draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar