Markverð skref í heilbrigðismálum Kristján Þór Júlíusson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Það er markmið stjórnvalda að íslenskt heilbrigðiskerfi sé samkeppnisfært við nágrannalöndin um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Húsakostur Landspítalans hefur lengi verið óviðunandi. Nú loksins sér fyrir endann á því og það birtist með skýrum hætti í nýsamþykktum fjárlögum. Þetta ár markar upphafið að endurreisn Landspítalans. Um leið hefur tekist að skapa færi fyrir viðsnúning á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Við skulum líta á nokkur dæmi. Fjárveitingar til Landspítalans hafa verið stórauknar árin 2014 og 2015 og nema nú 49,4 milljörðum króna. Fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítalanum hafa verið auknar verulega og verða á þessu ári 1.445 milljónir í samræmi við tækjakaupaáætlun. Nýr aðgerðarþjarki til skurðlækninga verður tekinn í notkun á Landspítalanum í febrúar. 945 milljónum króna verður varið á árinu í uppbyggingu nýs Landspítala. Með markvissum aðgerðum og auknum fjárveitingum hefur tekist að endurreisa lyflækningasvið Landspítalans. Framhaldsmenntun unglækna á lyflækningasviði hefur verið sett í forgang sem hefur eflt endurnýjun í faginu. Ríkisstjórnin hefur tekið höndum saman með félögum lækna um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Stóraukinn kraftur hefur verið settur í gerð rafrænnar sjúkraskrár sem samtengd verður fyrir allt heilbrigðiskerfið á landsvísu. Gengið hefur verið frá samningi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu en eldri samningar runnu út í ársbyrjun 2012. Framtíðarstefna um þessa mikilvægu þjónustu hefur verið mótuð. Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna yngri en 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Lyfjakostnaður einstaklinga lækkaði um áramót með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins og lækkun á virðisaukaskatti. Hér er fátt eitt tínt til en auk þess má nefna að ríkisstjórnin hyggst vinna að því að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig er ætlunin að draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er markmið stjórnvalda að íslenskt heilbrigðiskerfi sé samkeppnisfært við nágrannalöndin um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Húsakostur Landspítalans hefur lengi verið óviðunandi. Nú loksins sér fyrir endann á því og það birtist með skýrum hætti í nýsamþykktum fjárlögum. Þetta ár markar upphafið að endurreisn Landspítalans. Um leið hefur tekist að skapa færi fyrir viðsnúning á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Við skulum líta á nokkur dæmi. Fjárveitingar til Landspítalans hafa verið stórauknar árin 2014 og 2015 og nema nú 49,4 milljörðum króna. Fjárveitingar til tækjakaupa á Landspítalanum hafa verið auknar verulega og verða á þessu ári 1.445 milljónir í samræmi við tækjakaupaáætlun. Nýr aðgerðarþjarki til skurðlækninga verður tekinn í notkun á Landspítalanum í febrúar. 945 milljónum króna verður varið á árinu í uppbyggingu nýs Landspítala. Með markvissum aðgerðum og auknum fjárveitingum hefur tekist að endurreisa lyflækningasvið Landspítalans. Framhaldsmenntun unglækna á lyflækningasviði hefur verið sett í forgang sem hefur eflt endurnýjun í faginu. Ríkisstjórnin hefur tekið höndum saman með félögum lækna um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Stóraukinn kraftur hefur verið settur í gerð rafrænnar sjúkraskrár sem samtengd verður fyrir allt heilbrigðiskerfið á landsvísu. Gengið hefur verið frá samningi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu en eldri samningar runnu út í ársbyrjun 2012. Framtíðarstefna um þessa mikilvægu þjónustu hefur verið mótuð. Frá 1. janúar eru tannlækningar þriggja ára barna og barna á aldrinum átta til sautján ára greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna yngri en 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands. Lyfjakostnaður einstaklinga lækkaði um áramót með aukinni greiðsluþátttöku ríkisins og lækkun á virðisaukaskatti. Hér er fátt eitt tínt til en auk þess má nefna að ríkisstjórnin hyggst vinna að því að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig er ætlunin að draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar