Að bjóða flóttafólkið velkomið í anda jólanna Björn Bergsson skrifar 28. desember 2015 19:27 Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun