Að bjóða flóttafólkið velkomið í anda jólanna Björn Bergsson skrifar 28. desember 2015 19:27 Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítill sagði séra Bjarni sem var aðal kallinn í trúarlegum efnum hjá mér eitt sinn fá því hvernig hann upplifið að jólin kæmu í bæinn. Hann bjó í miðbænum og þau komu úr austurátt hægt yfir landið á aðfangadag og enduðu klukkan 6 í miðbæ Reykjavíkur. Ég smitaðist af þessari hugmynd nema jólin komu til Reykjavíkur klukkan 6 og þá lagðist annar hamur yfir fjölskyldu mína sem hvar ekki sérstaklega friðsamleg. Tíu ára hafði ég komið mér upp dagskrá á aðfangadag sem miðaði að því að ég væri farin út úr húsi upp úr hádegi og kæmi heim um klukkan sex. Ég endaði þessa dagskrá með því að fara með móðurömmu minni í messu í Dómkirkjuna – sem var hennar sóknarkirkja enda lifið hún og dó í kvosinni – og mæta þar klukkan fimm. Amma var ströng varðandi hegðun barna og alveg sérstaklega í Dómkirkjunni. Ég mátti ekki einu sinni hvísla að henni heldur sitja þegjandi þar til ballið byrjaði. Bæði það að ég þurfti að hugsa í klukkutíma og svo að hlusta á ræðu prestsins átta sinnum gerir það að verkum að í mínum huga er jólahátíðin fyrst og fremst friðarhátíð – glöggur lesandi myndi bæta við og von um að friðarhamur legðist á fjölskyldumeðlimi. Þessi bið eftir að messan hæfist gaf mér tilefni til að fara yfir mín mál það ár sem liðið var frá því ég sat siðast með ömmu í Dómkirkjunni og pæla í hvað ég gæti bæta í fari mínu til að stuðla að „friði meðal mann“ ekki endilega bara þeirra sem Guð hafði velþóknun á. Ég er enn þeirrar skoðunar að þessi pæling eigi vel við um jólin. Því er þetta rifjað upp að það eru meira en hálf öld frá því ég mætti fyrst í messu með ömmu og enn finnst mér töluvert vanta á að það leggist friðarhamur yfir þessa þjóð og að við séum tilbúin til að bjóða fólki sem er öðru vísi en við „í bæinn“ og bjóða þeim að dvelja hér sbr. þjóðvísuna;Komi þeir sem koma viljaFari þeir sem fara viljaVerið þeir sem vera viljaMér og mínum að meinalausuVið erum ein ríkasta þjóð í heimi og allt í einu eru hreint vatn, hreint loft, ómenguð náttúra, töluvert ónotað landrými og norðurljósin orðin auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Hvenær ætlum við að dusta rykið af þeirri venju bændasamfélagsins – sem var reyndar til af nauðsyn – að bjóða gesti velkomna, veita vel af mat og drykk og bjóða gistingu gegn því að þeir segðu fréttir og sögur sem ekki endilega stæðust lögreglurannsókn um sannleiksgildi. Flóttafólk hefur frá mörgu að segja og er velþegin viðbót í menningarflóru okkar. Auk þess sem við erum komin í sömu stöðu eins og margar vestrænar þjóðir sem þurfa að flytja inn fólk til að manna þau störf sem vinna þarf. Talið er að á næstu árum, miðað við spár um fjölda íslendinga á vinnumarkaðinum, þurfi atvinnulífið að flytja inn allt að fimm þúsund manns til að manna þau störf sem aukin umsvif kalla eftir. Samkvæmt fréttum eru fyrirtæki þegar farin að leita hófanna erlendis í þessu skini. Er það þá ekki borðleggjandi að fara að opna landið fyrir flóttafólki sem kemur hingað í leit að betra lífi fyrir sig og börnin sín og er reiðubúið til að taka til hendinni í atvinnulífinu. Björn Bergsson. Höfundur kennir félagsfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun