300 kr./lítrinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun