Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.
Hvers vegna betrun?
Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur!
Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála.
Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?
Ódýrara kerfi
Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa.
Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum.
Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.
Nú er tækifæri
Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar.
Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram.
Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður.
Glæpavæðing í boði stjórnvalda
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar