Rafrettur – skaðlausar eða ekki? Lára G. Sigurðardóttir og Hans Jakob Beck skrifar 19. desember 2015 07:00 Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar