Við þurfum (ekki) að velja Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun