Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 7. desember 2015 07:00 Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar