Vannýtt hráefni í ferðþjónustu – Tækifæri til fullvinnslu 18. nóvember 2015 07:00 Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að „fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun. Fullvinnslan getur falist í þróun nýrra áfangastaða, þjónustu og vara sem byggja á sérstöðu landsins. Við fullvinnsluna þarf að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta það hráefni sem grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni landsins og þá ólíku upplifun sem það býður opnast augu okkar fyrir nýjum tengingum og tækifærum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt „brand“ eða mark svæðis, en mark lýsir þeirri upplifun sem svæði býður, t.d. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. „Brandið“ verður í raun loforð til þeirra sem sækja svæði heim eða kaupa þaðan vöru, um að þeir muni upplifa eða fá það sem sagt er. „Brand“ sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu um sameiginleg markmið við þróun svæðis. Skipulagsáætlanir eru tilvalin verkfæri við fullvinnsluna. Þær má nýta til að greina og „branda“ svæði og setja fram stefnu um framtíðarþróun sem byggir á sérkennum í sögu og landslagi. Samræmd kynning og markaðssetning á þessum grunni stuðlar síðan að sterkari ímynd svæðis. Séu minni og stærri svæði tekin skipulega fyrir með framangreindum hætti, má stuðla að því að auðlindir fólgnar í landslagi og sögu verði nýttar sem best til breiðrar verðmætasköpunar. Snæfellingar hafa mótað sér stefnu um byggðaþróun í þessum anda og lagt af stað í vegferð sem þessa (sjá nánar á snaefellsnes.is). Með því að nýta áhuga ferðamanna – hráefnið, túlka betur og fræða um það sem í tilteknum svæðum býr, getum við fjölgað áfangastöðum, dreift álagi og lengt dvalartíma á hverjum stað. Þannig verður Ísland ekki bara eitt „brand“, ferðamenn hafa ástæðu til að koma aftur og aftur og stuðlað er að aukinni sátt ferðamanna og íbúa.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar