Það sem ekki má segja Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlenduríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt i´ uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hatursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræðan verði uppbyggilegri. En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjarþing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða markvisst að því að skapa þeim lífsskilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gazaströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum réttindi umfram aðra. Þ.?á?m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vesturbakkanum eru svæði þar sem herinn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S-Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og hernumdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóðernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa einsleita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein milljón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktarlandi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárásir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun