Íslenski boltinn

Oliver gerði nýjan þriggja ára samning við Breiðablik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson og Arnar Grétarsson handsala samninginn.
Oliver Sigurjónsson og Arnar Grétarsson handsala samninginn. Mynd/Twitter-síða stuðningsmannavefs Breiðabliks.
Oliver Sigurjónsson verður áfram í herbúðum Breiðabliks í Pepsi-deildinni en hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í kvöld. Þetta kemur fram á twitter-síðu stuðningsmannavefs Breiðabliks.

Oliver Sigurjónsson átti frábært tímabil með Blikum en þessi tvítugi miðjumaður skoraði meðal annars tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum.

Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir þjálfarann Arnar Grétarsson og aðra í Blikaliðinu en á dögunum samdi miðvörðurinn sterki Damir Muminovic einnig við liðið til ársins 2018.

Aðalframlag hans var þó í að verja vörnina sem varð á endanum sú sem fékk á sig langfæst mörk í sumar eða aðeins 13 í 22 leikjum.

Eftir að Oliver Sigurjónsson kom inn á miðju liðsins fengu Blikar aðeins á sig 10 mörk og þar af var ekki skorað á þá í fyrri hálfleik.

Oliver Sigurjónsson kom til Blika í vor eftir að hafa eytt árunum á undan með AGF í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×