Íslenski boltinn

Þrír uppaldir semja við Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarinn Hermann Hreiðarsson með leikmennina þrjá.
Þjálfarinn Hermann Hreiðarsson með leikmennina þrjá. Mynd/Fylkir
Þrír leikmenn framlengdu í dag samninga sína við Fylki en allir eru þeir uppaldir hjá félaginu. Þeir eru Ragnar Bragi Sveinsson, Daði Ólafsson og Orri Sveinn Stefánsson.

Ragnar Bragi er 21 árs og var fastamaður í liði Fylkis í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2010, aðeins fimmtán ára gamall, og var svo seldur til þýska liðsins Kaiserslautern. Hann sneri aftur í Árbæinn árið 2014.

Ragnar Bragi er sóknarmaður sem á 42 leiki að baki með Fylki í deild og bikar. Hann hefur skorað í þeim fimm mörk.

Daði er 21 árs varnar- og miðjumaður sem á 22 leiki að baki fyrir Fylki en Orri Sveinn er nítján ára varnarmaður sem var í láni hjá Hugin á Seyðisfirði á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×