Konur og aðrir sólbaðstofunuddarar Tryggvi Gíslason skrifar 6. október 2015 07:00 Gamall og góður nemandi minn úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir hartnær hálfri öld, Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 28. f.m. um, hvernig nú skuli skipa í Hæstarétt. Telur Jón Steinar marga álíta „að þar ættu helst að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu! Í öllu talinu felst einhvers konar grundvallarmisskilningur á starfsemi dómstóla.“ Réttarfar í landinu er of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis, þar sem gilda skal jafnrétti og jafnræði á öllum sviðum, til þess að lögfræðingar, lögmenn og hæstaréttardómarar fjalli einir um það mál. Af þeim sökum leyfi ég mér sem gamall kennari að leggja orð í belg. Andstætt því sem Jón Steinar álítur grundvallarmisskilning – að krefjast þess að í Hæstarétti sitji „dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu“, tel ég að einmitt þannig ætti það að vera, þ.e.a.s. að í Hæstarétti sitji karlar og konur, afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna – og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum. Jón Steinar segir, að dómstólar eigi að leysa úr réttarágreiningi milli manna og beri að dæma einungis eftir lögum [nema hvað], enda sé það í reynd forsenda fyrir starfi dómstóla „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“. Þar fór hins vegar í verra, Jón Steinar, vegna þess sem þú bendir réttilega á, að oft þarf „á mikilli hæfni að halda því leitin er stundum ekki einföld og menn kann að greina á um niðurstöður hennar“. Þetta er mergurinn málsins: „Allt orkar tvímælis þá gert er“, eins og haft er eftir lögvitringnum Njáli á Bergþórshvoli. Auk þess sjá augu betur en auga. Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.xxxxKynferði dómara skiptir máli Jón Steinar segir að í „hópi þeirra sem kallast mega [takið eftir orðalaginu: kallast mega] lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn. Við viljum ekki að aðrir en þeir hæfustu fái í hendur völd til að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. … Í því efni skiptir kynferði dómara engu máli.“ Öllum mun ljóst vera, að í „hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn“ og af þeim sökum „viljum við“ að þeir hæfustu fái í hendur það mikilsverða þjónustuhlutverk – ekki völd – að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. En í því efni skiptir kynferði dómara máli. Konur og karlar hafa nefnilega ólík viðhorf vegna kynferðis síns. Krafa nútíma lýðræðis á Vesturlöndum er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin. Og meðan sjónarmið á borð við skoðanir Jóns Steinars eru enn við lýði að bera saman „lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðstofunuddara“ annars vegar og konur hins vegar, er eina leiðin að alls staðar þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin sé viðhafður kynjakvóti – og þá meðal annars og ekki síst í Hæstarétti Íslendinga. Nóg er til af hæfum konum í hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Gamall og góður nemandi minn úr Menntaskólanum í Reykjavík fyrir hartnær hálfri öld, Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrum dómari við Hæstarétt Íslands, skrifar grein í Morgunblaðið 28. f.m. um, hvernig nú skuli skipa í Hæstarétt. Telur Jón Steinar marga álíta „að þar ættu helst að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu! Í öllu talinu felst einhvers konar grundvallarmisskilningur á starfsemi dómstóla.“ Réttarfar í landinu er of mikilsverður þáttur nútímalýðræðis, þar sem gilda skal jafnrétti og jafnræði á öllum sviðum, til þess að lögfræðingar, lögmenn og hæstaréttardómarar fjalli einir um það mál. Af þeim sökum leyfi ég mér sem gamall kennari að leggja orð í belg. Andstætt því sem Jón Steinar álítur grundvallarmisskilning – að krefjast þess að í Hæstarétti sitji „dómarar sem talist gætu einhvers konar „þverskurður“ af fólkinu í landinu“, tel ég að einmitt þannig ætti það að vera, þ.e.a.s. að í Hæstarétti sitji karlar og konur, afkomendur iðnaðarmanna, verkamanna og sjómanna – og sólbaðstofunuddara, en ekki aðeins nemendur Menntaskólans í Reykjavík úr fyrstu stétt, aldir upp í Vesturbænum eða Hlíðunum. Jón Steinar segir, að dómstólar eigi að leysa úr réttarágreiningi milli manna og beri að dæma einungis eftir lögum [nema hvað], enda sé það í reynd forsenda fyrir starfi dómstóla „að hin lagalega rétta niðurstaða sé aðeins ein“. Þar fór hins vegar í verra, Jón Steinar, vegna þess sem þú bendir réttilega á, að oft þarf „á mikilli hæfni að halda því leitin er stundum ekki einföld og menn kann að greina á um niðurstöður hennar“. Þetta er mergurinn málsins: „Allt orkar tvímælis þá gert er“, eins og haft er eftir lögvitringnum Njáli á Bergþórshvoli. Auk þess sjá augu betur en auga. Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.xxxxKynferði dómara skiptir máli Jón Steinar segir að í „hópi þeirra sem kallast mega [takið eftir orðalaginu: kallast mega] lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn. Við viljum ekki að aðrir en þeir hæfustu fái í hendur völd til að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. … Í því efni skiptir kynferði dómara engu máli.“ Öllum mun ljóst vera, að í „hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar er margur misjafn sauðurinn“ og af þeim sökum „viljum við“ að þeir hæfustu fái í hendur það mikilsverða þjónustuhlutverk – ekki völd – að kveða upp dóma í málefnum fólksins í landinu. En í því efni skiptir kynferði dómara máli. Konur og karlar hafa nefnilega ólík viðhorf vegna kynferðis síns. Krafa nútíma lýðræðis á Vesturlöndum er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin. Og meðan sjónarmið á borð við skoðanir Jóns Steinars eru enn við lýði að bera saman „lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðstofunuddara“ annars vegar og konur hins vegar, er eina leiðin að alls staðar þar sem velferð okkar og örlög eru ráðin sé viðhafður kynjakvóti – og þá meðal annars og ekki síst í Hæstarétti Íslendinga. Nóg er til af hæfum konum í hópi þeirra sem kallast mega lögfræðingar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun