Krabbameinsvaldandi drykkir í matvörubúðir? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun