Hvaðan flýr fólk Toshiki Toma skrifar 24. september 2015 11:15 Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar