Ást fyrir alla Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland steig stórt skref í átt til jafnréttis þegar ein hjúskaparlög tóku gildi árið 2010. Þar tóku þingmenn sig saman um mikla réttarbót, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Frá þeim tíma hafa hugmyndir um „samviskufrelsi“ reglulega skotið upp kollinum í umræðunni. Með því er átt við „frelsi“ presta þjóðkirkjunnar að neita samkynja pörum um hjónavígslu. Undirrituð lögðu nýverið fram fyrirspurn til innanríkisráðherra til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þessi heimild væri yfir höfuð til staðar og hvort hún væri nýtt. Svör ráðuneytisins við fyrirspurn okkar, sem og viðbrögð starfandi biskups á forsíðu Fréttablaðsins, vekja enn fleiri spurningar en þau svara. Kristja´n Valur Ingo´lfsson vígslubiskup leggur á það áherslu að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda, á sama tíma og ráðuneytið segir mjög skýrt að sem opinberir starfsmenn megi prestar ekki mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Samt bendir ráðuneytið á lagaheimild til að útlista hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær ekki – sem nú stendur til að fá tillögur frá biskupi um! Verður hluti af þeim tillögum réttlæting á því að prestar mismuni fólki á grundvelli kynhneigðar?Réttindi rekast á Hér rekast á réttindi presta til eigin trúar og réttur fólks til að vera ekki mismunað af opinberum starfsmönnum – en hvor rétturinn viljum við að vegi þyngra? Er kannski sanngjarnast fyrir alla aðila að losa alla undan þessum árekstri? Ein lausnin væri að fara leið Sjálfstæðisflokksins og festa misréttið í lög. Þegar Alþingi afgreiddi ein hjúskaparlög vildu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa vígslumönnum trúfélaga skýra heimild til að synja hjónaefnum um vígslu ef það stríðir gegn trúarlegri sannfæringu þeirra. Þessari breytingartillögu var hafnað með öllum atkvæðum nema 14 atkvæðum sjálfstæðismanna. Einfaldari lausn væri að úthýsa misréttinu með því að skilja á milli trúar og hjúskapar. Ef borgaralegum vígslumönnum væri alfarið falið að sjá um að skrá fólk í hjónaband, líkt og tíðkast víða annars staðar, væri tryggt að fólk gengi alls staðar að þeirri þjónustu vísri. Þau hjónaefni sem vilja auk þess fá trúarlega blessun gætu gert það eftir sem áður, en það væri persónuleg ákvörðun þeirra sem ríkisvaldið þyrfti ekki að blanda sér í. Réttur fólks til að ganga í hjónaband eru mikilvæg borgaraleg réttindi, sem Alþingi hefur ákveðið að nái til allra óháð kynhneigð. Ef vígslumenn trúfélaga treysta sér ekki til að standa vörð um þau réttindi, þá þarf að skoða af fullri alvöru að færa vígsluréttindin þangað sem réttur fólks til hjúskapar verður örugglega varinn – til borgaralegra vígslumanna.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun