Nánasarlegt heildarframlag Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. september 2015 10:45 Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun