Nánasarlegt heildarframlag Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. september 2015 10:45 Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun