Notum umræðuna um skólamál til þess að græða Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. september 2015 11:31 Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarið um árangur barna á samræmdum könnunarprófum, læsi og lestrarkennsluaðferðir finnst mér svolítið eins og þráðurinn hafi tapast á miðri leið og áhersla á með og á móti kennsluaðferðum orðið aðalviðfangsefni umræðunnar. Nokkuð sorglegt í samhengi við áherslur aðalnámsskrár um fjölbreyttar leiðir til náms sem skuli viðhafðar í skólum landsins. Allt um það.Nálgunin Hjallastefnan hefur gert tvennt sem er mjög afgerandi fyrir það námsumhverfi sem börnum er boðið upp á. Annars vegar er börnum kynjaskipt í allri almennri kennslu og hins vegar er valin sú leið í kennslu sem ýtir hvað mest undir sjálfstæði í vinnubrögðum, skapandi hugsun og eflir gagnrýna hugsun og ekki síst að bjóða upp á ólíkar leiðir til að leysa og skila af sér verkefnum. Byrjendalæsið hefur þar til að mynda skipað stóran sess sem styðjandi aðferð við slíka nálgun í kennslu ásamt fleiri fjölbreyttum kennsluaðferðum. Þrátt fyrir óhefðbundnar leiðir, Byrjendalæsi og framúrstefnulega skólastefnu, hafa níu ára börn í grunnskólum Hjallastefnunnar mælst yfir landsmeðaltali og stundum vel þar yfir. Á þessu langaði mig að vekja athygli – ekki að ég haldi að Hjallastefnan sé hið eina rétta stef í skólastarfi fyrir íslensk börn, heldur finnst mér mikilvægt að horft sé til þess að mögulega geti kynjabreytan haft eitthvað með nálgunina að gera og þarft sé að huga að því hvernig gott sé að nálgast stúlkur annars vegar og drengi hins vegar þegar verið er að huga að áhuga barna til náms. Hér þarf enga öfga til eða allsherjar umbyltingu í hinum hefðbundnu hverfisskólum – nei, það þarf ekki einkarekna skóla til. Kjark og frumkvæði þarf til þess að brjótast út og prófa sig áfram – það hafa kennarar, en kerfið má gera betur og styðja betur við. Hingað til hefur mér fundist umræðan snúast meira um það sem gengur illa en of lítið um hvað gengur vel og hvað virkar til að bæta námsárangur. Við þurfum að tala meira saman í lausnum en aðfinnslum. Þess vegna deili ég því sem ég hef reynt. Sú jákvæða reynsla mín af því að nálgast hvort kyn um sig á þeirra forsendum í starfi bæði hjá Hjallastefnunni, þar sem allt skólastarf er kynjaskipt, og í kennslu í hefðbundnum hverfisskóla, þar sem ég ásamt samstarfskonu minni gerðum tilraun með að kynjaskipta nemendahópnum okkar þegar við kenndum stærðfræði, gefur mér þá trú að hægt sé að ná betur til bæði stúlkna og drengja með því að nálgast kynin út frá þeirra orku og menningu í kennslu. Sjálf hef ég upplifað slíka töfra – þar sem kraftmiklir drengir höfðu unun af því að skrifa sögur og vinna í lestrartækninni. Það sem m.a. hafði klárlega áhrif á drifkraftinn var umhverfið sem þeim var boðið upp á. Umhverfi þar sem þeir spegla sig eingöngu hver í öðrum og viðmiðið er ekki hvernig stelpur nálgast viðfangsefnin sín eða hversu duglegar þær eru í sinni vinnu – heldur er viðmiðið aðrir drengir sem sýna námi sínu áhuga og veruleikinn verður sá að það er samþykkt af hópnum sem samanstendur eingöngu af drengjum. Fyrir stúlkur myndast rými til að taka allt plássið og kjarkurinn til að standa með sjálfri sér og skoðunum verður öflugri.Kennsluaðferðir Einhverjum kann að finnast þetta klént en ég hvet ykkur sem hafið einhverja skoðun á þessu að láta á þetta reyna með einhverjum hætti. Ég veit að það verður áhugavert að sjá hvað gerist. En engin ein aðferð er hin eina sanna og besta og þannig verður það áfram. Því kennsla og nálgun kennara er afar ólík og þar skiptir máli að öll kennsla byggir á því sem hver og einn kennari skapar inn í umhverfi barna þ.e. ákveðið andrúmsloft og ákveðna hvatningu, og þá skiptir máli úr hverju er verið að spila. Kynjabreytan er þar stór þáttur og getur haft einstök áhrif að taka hana með inn í heildarmyndina. Kennsluaðferðirnar eru svo hitt og þar eru kennarar í stöðugri leit að aðferðum sem henta hópnum hverju sinni og eins og við getum rétt ímyndað okkur getur það verið breytilegt frá einum nemendahópi til annars og það er svolítið mergur málsins. Það er ekkert eitt sem hentar öllum og því verðum við að vanda umræðuna – áfram veginn!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun