Fótbolti

Ólafur Ingi heldur til Amsterdam

Kolbeinn Tumi Daðason í Amsterdam skrifar
Ólafur Ingi Skúlason lék lengi vel í Belgíu og lengst af með Zulte Waregem.
Ólafur Ingi Skúlason lék lengi vel í Belgíu og lengst af með Zulte Waregem. Vísir/AFP
Miðjumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er á leið til móts við íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sem mætt er til Amsterdam. Honum er ætlað að vera til taks í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar og Arons Einars Gunnarssonar.

Nokkrir leikmenn liðsins mættu til hollensku borgarinnar í gær og hinir í dag. Von er á Ólafi Inga til Amsterdam frá Tyrklandi í kvöld en hann leikur sem kunnugt er með Genclerbirligi Ankara þar í landi.



Aron Einar spilaði ekki með liði sínu Cardiff í Championship-deildinni á Englandi um helgina vegna meiðsla. Þá fór Emil meiddur af velli eftir 20 mínútur í 2-0 tapi Hellas Verona gegn Genoa í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi.

Emil fer í segilómskoðun í dag en óvíst er hve alvarleg meiðsli hans eru. Hafnfirðingurinn hefði verið líklegur til að leysa stöðu Arons Einars á miðjunni hefði landsliðsfyrirliðinn ekki getað spilað. Nú þegar bæði Aron Einar og Emil glíma við meiðsli hefur verið óskað eftir kröftum Ólafs Inga sem á að baki 25 A-landsleiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×