Körfubolti

Óvíst hvort annað lið fái sæti KR í efstu deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá kvennaliði KR á síðasta tímabili.
Úr leik hjá kvennaliði KR á síðasta tímabili. vísir/vilhelm
Eins og fram kom á Vísi í gær þá hefur kvennalið KR ákveðið að draga sig úr keppni í Dominos-deild kvenna í vetur.

Félagið telur að langtímahagsmunum liðsins sé best borgið með því að taka eitt skref til baka í vetur. Liðið hefur misst marga lykilmenn í sumar og eftir stendur ungur og óreyndur hópur.

Þá spyrja menn sig eðlilega að því hvað gerist næst? Verða bara sjö lið í deildinni í vetur eða fær eitthvað annað lið sæti KR í efstu deild?

„Núna fer málið til mótanefndar sem mun gefa sér einn til tvo daga í að fara yfir málið. Þetta hefur verið í umræðunni þannig að þetta kemur okkur ekkert á ovart," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

„Nú er bara spurning hvaða skref skal taka? Á að bjóða liði að koma upp eða á að keyra á sjö liða deild? Eru liðin niðri líka tilbúin að koma upp? Ég er að vonast til þess að mótanefnd komi með tillögu um framhaldið á fimmtudag."

Breiðablik féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og Njarðvík var næst því að komast upp. Hvort liðið ætti að fá réttinn á úrvalsdeildarsæti ef það verður í boði?

„Það er ekki til neitt skýrt verklag um það hjá okkur og við verðum því að vinna úr þessu. Við finnum farsæla lausn í þessu máli."


Tengdar fréttir

KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni

Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×