Körfubolti

LeLe Hardy spilar í Finnlandi í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hardy er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað á Íslandi.
Hardy er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað á Íslandi. vísir/stefán
LeLe Hardy, einn allra sterkasti erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi, mun leika í Finnlandi í vetur að því er fram kemur á Karfan.is.

Hardy, sem er 27 ára, lék í fjögur tímabil á Íslandi, tvö með Njarðvík og tvö með Haukum. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Njarðvík árið 2012 og bikarmeistari með Haukum í fyrra.

Hardy var með ótrúlega tölfræði hér á landi en á síðasta tímabili var hún með 28,4 stig, 20,3 fráköst, 5,2 stoðsendingar og 4,5 stolna bolta að meðaltali í leik.

Liðið sem Hardy leikur með í vetur heitir Vive og leikur í efstu deild. Liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar í fyrra.

Haukar verða ekki með erlendan leikmann í vetur en tefla engu að síður fram mjög öflugu liði en landsliðskonurnar Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eru gengnar til liðs við Hafnarfjarðarliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×