LBGT fólk í Úganda fór í gleðigöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 23:34 Hinsegin dagar í Úganda náðu hápunkti sínum í dag. vísir/afp Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP. Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP.
Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36