77 raddir Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. júlí 2015 08:43 Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar