HIV og "hælisleitendur“ Toshiki Toma skrifar 25. júlí 2015 11:55 Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fréttir um HIV-smitaðan einstakling sem jafnframt er hælisleitandi á Íslandi hafa vakið athygli þjóðfélagsins og verið mikið ræddar. Meðal radda eru þær sem tjá áhyggjur sínar af því að málið gæti aukið fordóma gagnvart HIV- smituðu fólki í þjóðfélaginu annars vegar og hins vegar hælisleitendum, eins og tilvera þessa beggja hópa, fólksins, skapi hættu fyrir almenning. Í kjölfar fréttanna tóku bæði opinberir aðilar eins og læknir og einstaklingar þátt í umræðunni og reyndu að stöðva aukningu fordóma í garð HIV-smitaðs fólks í fæðingu. HIV-veiran er ekki bráðsmitandi eins og ebólan. Það er enginn hætta á smiti ef viðkomandi fer varlega og setur öryggið á oddinn, einkum í kynlífi þar sem smitleiðir eru algengastar, en í flestum tilfellum er hegðun HIV-smitaðra mjög ábyrg að sögn sérfræðings. Ég þakklátur fyrir framlag þessa fólks, sem hefur þekkingu á málinu og deilir henni á opinberum vettvangi. Því langar mig að gera hið sama varðandi hælisleitanda í þjóðfélagi okkar. Hælisleitendur eru ekki einsleitur hópur. Það eina sem þeir eiga í raun sameiginlegt er að hafa flúið heimaland sitt og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ýmis áþreifanleg atriði fylgja þessari staðreynd. Hælisleitendur fara allir í gegnum ákveðið móttökuferli hér á landi, þeir gista á ákveðnum gistiheimilum, þiggja aðstoð þjónustu miðstöðvar, þeir hafa ekki kennitölu í upphafi dvalar og stundum fá þeir hana bara alls ekki og fleiri atriði mætti upp telja. Ef til vill líta hælisleitendur út fyrir að vera hópur, einsleitur hópur, í augum almennings en líkindin með einstaklingunum í hópunum eru afar yfirborðsleg og hver á sér sína sérstöku sögu. Önnur atriði sem tengjast tilveru hælisleitenda eru dýpri eins og persónuleiki, mannkostir og hæfileikar sem speglast illa í orðinu ,,hælisleitandi“. Orðið er yfirborðskennt og er oftast einungis til bráðabirgða. Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur. Ég játa að ég þekki ekki alla hælisleitendur persónulega og einnig viðurkenni ég að það eru líka erfiðar manneskjur á meðal þeirra. En mér finnst það vera bara vera eðlilegt, manneskjur eru misjafnar og samfélag mannanna fjölbreytt og margbreytilegt. Ég þekki hvorki þann mann sem nú er í fréttum né veit nánara um málið og því ætla ég ekki að gagnrýna manninn eða vernda. Hins vegar þekki ég fleiri hælisleitendur vel og persónulega og ég get fullyrt að þeir eru jú flott fólk í langflestum tilfellum. Mér finnst það sorglegt ef viðkomandi mál gefur slæm áhrif á viðhorf almennings til hælisleitenda almennt. Mér finnst þó óskiljanleg áhersla sem lögð er á orðið ,,hælisleitandi“ í nokkrum umfjöllun um þennan HIV-smitaða mann, en að mínu mati er engin bein ástæða til þess að greina frá því að maðurinn sé hælisleitandi. Að lokum langar mig að bera vitni mitt: Hælisleitendur sem ég þekki eru góðar og venjulegar manneskjur og haga sér kurteisislega og almennilega í flestum tilfellum, þó ekki í öllum tilfellum. Orðið ,,hælisleitandi“ nýtist ekki til þess að meta persónuleika manneskju og mannkosti.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun