Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fylkir 2-2 | Jafnt eftir tvö mörk í uppbótartíma | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 12. júlí 2015 22:00 Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia. vísir/ernir FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira