Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:00 Leikur Stjörnunnar og FH líktist borðtennisleik að sögn þjálfara Stjörnunnar. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og fjögur mörk voru skoruð í þeim báðum. Þór/KA valtaði yfir FHL og vann 4-0 en Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við FH eftir að hafa komist tvisvar yfir. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið. Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið.
Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira