Fótbolti

Orðinn lang­þreyttur á glímunni við Út­lendinga­stofnun

Siggeir Ævarsson skrifar
Donni sáttur á hliðarlínunni. Hann er ekki jafn sáttur við regluverkið um atvinnuleyfi fyrir erlenda leikmenn
Donni sáttur á hliðarlínunni. Hann er ekki jafn sáttur við regluverkið um atvinnuleyfi fyrir erlenda leikmenn Vísir/Hulda Margrét

Leikmannamál Tindastóls voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Stólarnir bíða og bíða eftir leikheimild fyrir leikmann sem er löngu kominn til landsins.

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var spurður eftir 5-0 tap gegn Breiðabliki í gær hvernig slagurinn við Útlendingastofnun gengi og Donni svaraði þeirri spurningu nokkuð afdráttarlaust:

„Hann gengur bara ekki neitt og ég get alveg haldið endalaust rant um það. Þetta er algjörlega út út kortinu.“

Hann bætti svo við:

„Regluverkið hjá knattspyrnusambandinu með tilliti til Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar er algjörlega út úr kortinu og þetta þarf að endurskoða.“

Nýliðar Tindastóls sitja einu stigi frá fallsæti og hafa ekki náð í sigur síðan 24. júlí. Hópurinn hjá liðinu er þunnskipaður og hefur liðið aðeins ferðast með fjóra varamenn í útileiki undanfarið. Það er því alveg ljóst að það munar um hvern einasta leikmann og sérfræðingarnir í Bestu mörkunum fóru yfir þetta mál í gær.

Innslagið í heild og umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Tindastóll og glíman við útlendingastofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×